Jæja, þá eru nú fjárhúsin tilbúin til að taka inn féð. Eða svona nánast. Það var unnið til að ganga eitt síðustu nótt, en ekki nema til hálf tíu í kvöld. Við getum verið inni við það að fara yfir og skoðað ærnar. Það þarf altaf að athuga með júgrin á þeim. Vá hvað verður gaman frammundan :-) Við rekum inn á morgun og lömbin og hrútarnir fara ekki út aftur. Það verður æðislegt.
Þetta er að verða SVO flott. Hér eru tvær krær tilbúnar :-)
Alveg hreint æðislegt.
Ooohhh ég er svo montin. Ég læt svo inn myndir af kindunum INNI í þessum fallegu fjárhúsum, einhverntíman um helgina.