Þá er nú þessi dagur alveg á enda kominn, og meirisegja kominn nýr. Í dag, var ég eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum, því mig hlakkaði svo til að setja á hús. Nú eru allar gimbrarnar og hrútarnir komin á hús. Gimbrarnar eru 33, og hrútarnir 6. Ærnar eru 49. Það verða þá 88 hausar í vetur :-) Við vigtuðum öll lömbin, og meðalvigtin á gimbrunum er 47 kg. Vá, vá hvað þetta er allt gaman. Nú ætla ég að fara að sofa, því þessi dagur er búinn að vera langur og mjög, mjög góður.