Alveg er þetta æðislegt, hvað allt er búið að ganga upp, á síðustu stundu, hjá okkur á Möðruvöllum. T.d. þegar við vorum að fara að senda á sláturhús, þá var fjárréttin kláruð, seint kvöldið áður. Við gátum rekið inn í hana, og dregið í sundur, þannig að það reddaðist. Svo þegar við ákváðum að taka lömbin og hrútana inn, þá var klárað á síðustu stundu, að smíða fyrir þau. Svo núna þegar við tókum fullorðnu kindurnar inn, þá var líka klárað á síðustu stundu að smíða fyrir þær. Já við tókum féð inn á fimmtudaginn 25. okt. Það var svo kalt þá. Við settum þær ekki út aftur. Við létum rýja þær 26. og 27 okt. Það er alveg yndislegt að vita af þeim inni í hlýjunni núna. Þetta er semsagt bara allt búið að ganga upp, á síðustu stundu :-)
Gestur Hauksson kom og klippti ærnar fyrir okkur :-)
Núna er ekki gott veður. Guðrún Helga og Einar Breki ætla að koma á föstudaginn, og ég vona svo innilega að veðrið verði ekki vont þann dag, svo þau komist. Það er orðið alltof langt síðan ég sá litla gullið mitt síðast. Nú er hann farinn að hlaupa um allt og ég hef ekki séð það, nema á myndbandi. Ég hlakka mjög til að sjá þau.
Níels Kristinn Ómarsson, nýi vinnumaðurinn minn.
Nú liggur fyrir myndataka af kindunum. Ég á eftir að setja inn myndir af fullorðna fénu sem verður í vetur hjá okkur. Er byrjuð að vinna í því :-)