Jæja þá er maður nú búin að vera í borg óttans, Reykjavík, þrjár nætur. Ég ákvað á mánudaginn, að fara og vera hjá litla gullinu mínu, svo mamman gæti verið í vinnunni. Ég hafði bara 20 mín. til að taka mig til, því þetta var skyndiákvörðun. En hingað kom ég á mánudaginn, og fer aftur heim í kvöld ef veður leyfir. Litla gullið mitt hann Einar Breki er búinn að vera veikur í marga daga. Hann fékk rör í eyrun og nefkirtlarnir voru teknir úr honum, en samt lagast þessi veikindi hans ekki. En vonandi fer þetta allt að batna hjá honum greyinu. Hann varð 14 mánaða í gær.
 |
Einar Breki 14 mánaða |
 |
Hann er orðinn svo duglegur að setja þessa kubba rétt í dallinn. |

|
Alveg farinn að hlaupa um allt.
 |
Og svo er hann farinn að æfa sig í smíðum, til að geta verið með afa að smíða. |
|
Það voru þrír guttar hjá okkur síðustu helgi, Júlli, Siggi og Einar. Það verður svo einn gutti hjá okkur næstu helgi. Við gerðum flott snjóhús síðustu helgi, sem ég ætla að vona að haldist nokkrar helgar, þannig að hægt verði að leika sér í því.
Það er orðið svo leiðinlegt að vera inn á stjórnsíðunni hér að blogga eða gera eitthvað þar. Puff
Molinn kveður.