Helgarnar eru svo æðislegar. Við erum búin að vera í sveitinni í dag. Siggi og Júlli eru búnir að vera duglegir að vera úti að renna sér á þotudisk. Við förum aftur í sveitina á morgun.
Nú er búið að útbúa gjafavagn, til að gefa á garðann. Það er þvílíkur munur. Nú er bara ein ferð á garðann í staðinn fyrir 10 eða eitthvað álíka.
 |
Þórður að fara að setja hey í vagninn, og gefa á garðann
|
 |
Þórður að gefa á garðann, úr þessum snilldar vagni
 |
Siggi að leika sér í snjónum
|
 |
Júlli var líka að leika sér í snjónum
|
Þórður átti afmæli í gær. Það komu nokkrir í heimsókn af því tilefni.
Núna erum við að setja á blað, röðunina á kindunum undir hrútana. Ég
held að þetta árið verði hrútarnir settir í hjá kindunum, en ekki farið með
hrút á hverjum degi.
Molinn kveður.
|