Guðrún Helga og Einar Breki komu til okkar á föstudag og fara aftur á sunnudag. Mikið rosalega er gaman að hafa elsku gullið hérna hjá okkur. Það er svo langt síðan hann kom norður. Við fórum með hann í sveitina, og hann var sko hvergi banginn. Hann vildi helst vera niðri í krónni hjá kindunum. Þær eltu hann um allt, því þær vildu fá klapp frá honum.
 |
Þessi gullmoli varð 15 mánaða í gær :-) |
Nú fer gangtímabilið hjá kindunum að verða búið. Það eru bara nokkrar sem eiga eftir að ganga. Hrútarnir standa sig vel. Vonandi verða engar sem ganga upp. En ég hef samt trú á því að einhverjar sem voru að ganga fyrsta daginn, eigi eftir að ganga upp.
Molinn kveður.