Það er eiginlega hægt að segja að við séum búin að vera í fríi síðan 21. des. Við unnum bara tvo daga, og erum svo komin aftur í frí, og verðum í fríi alveg til 2. janúar 
Friðrik og Yumiko komu norður, fyrir jól, Þau gista hjá Fanneyju og Guðmundi.
Sigurjón, Solla, Dagur og Jökull komu í gær norður, og þau gista líka öll hjá Fanneyju og Guðmundi. Þau verða öll hér fram yfir áramót.
Við fórum í sveitina í dag, og fengum að hafa þá bræður með, Dag Árna og Jökul Loga. Dagur var alveg óhræddur við kindurnar, en Jökull var aðeins smeikur fyrst til að byrja með, en svo var hann orðinn fínn þegar leið á. Það er svo yndislegt að vera með þeim. Ég setti inn myndir.
|
Dagur og Jökull í fjárhúsunum. Jökull var mjög öruggur með sig,
á þessari plötu sem ég setti fyrir hann á garðabandið.
Júlli er hjá okkur þessa helgi.
Molinn kveður.
|