Vá, það eru ekki nema tveir dagar í viku, mánudagur og föstudagur. Tíminn hefur aldrei verið á svona miklum hraða, eins og hann er um þessar stundir.
Það eru ekki margar vikur þangað til að frjósemin hjá kindunum okkar, kemur í ljós. Það verður líklegast um miðjan febrúar, sem fósturtalning verður, eins og síðustu ár. Mikið hlakka ég til.
 |
Við tókum pokadótið af um helgina, og nú eru hrútarnir bara rólegir og
góðir vinir. Algjör snilld að vera með svona hindranir, svo þeir gangi ekki
frá hvor öðrum.
|
Við erum búin að vera með Júlla, í stuðning, síðan í júní 2001. Mikið á tólfta ár.
 |
Þessi mynd er tekin 13. apríl ´08.
Þarna er Júlli hjá nautunum á Rauðalæk.
|
Og svo er það hann Siggi Tumi. Við erum búin að vera með hann í 5 ár. Hann byrjaði í janúar, 2008.
 |
Myndin er tekin 13. janúar, 2008,
þegar Siggi Tumi var að byrja hjá okkur.
|
Okkur finnst við eiga orðið mikið í þessum frábæru guttum.
Molinn kveður.