Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 6525
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 7216
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1853554
Samtals gestir: 82608
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:53:31

17.01.2013 09:23

Tíminn er á fleygiferð

Vá, það eru ekki nema tveir dagar í viku, mánudagur og föstudagur. Tíminn hefur aldrei verið á svona miklum hraða, eins og hann er um þessar stundir.

Það eru ekki margar vikur þangað til að frjósemin hjá kindunum okkar, kemur í ljós. Það verður líklegast um miðjan febrúar, sem fósturtalning verður, eins og síðustu ár. Mikið hlakka ég til.

 

 

Við tókum pokadótið af um helgina, og nú eru hrútarnir bara rólegir og

góðir vinir. Algjör snilld að vera með svona hindranir, svo þeir gangi ekki

frá hvor öðrum.

 

Við erum búin að vera með Júlla, í stuðning, síðan í júní 2001. Mikið á tólfta ár.

Þessi mynd er tekin 13. apríl ´08.

Þarna er Júlli hjá nautunum á Rauðalæk.

 

 

Og svo er það hann Siggi Tumi. Við erum búin að vera með hann í 5 ár. Hann byrjaði í janúar, 2008.

 

Myndin er tekin 13. janúar, 2008,

þegar Siggi Tumi var að byrja hjá okkur.

 

Okkur finnst við eiga orðið mikið í þessum frábæru guttum.

 

 

Molinn kveður.

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

19 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

22 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

20 daga

Tenglar

Eldra efni