Það átti að sóna hjá okkur í dag, en það frestast um einn dag. Það verður því á morgun sem þeir koma til að telja fóstrin í kindunum hjá okkur. Úff ég er að deyja úr spenningi. Ég kem með tölur á morgun ef þeir koma ekki seint.
Öskudagurinn var í dag eins og allir vita, og ég fór með myndavélina í vinnuna og tók nokkrar myndir af liðunum sem komu og sungu fyrir okkur, og setti hér inn.
 |
Þetta er hann Siggi Tumi |
 |
Siggi Tumi |
Molinn kveður.