Þarna eru grindurnar sem við smíðuðum í gær. Þetta eru 15 stk.
Við ætlum að nota þær til að skipta krónum langsum, þannig að kindurnar verða þá ekki með garða báðum megin. Þegar við gefum í einn garða, þá komast þær ekki allar á í einu, og þurfa að bíða þar til við gefum í næsta garða. Þær troðast alltof mikið við það að hafa þetta svona. Þegar við verðum búin að skipta krónum, þá þurfa þær ekki að troðast svona, og þá komast þær allar á í einu. Svo verður betra að hafa þetta svona á sauðburði.
Svona var svellið 10. febrúar.
Þessi mynd er tekin í dag, 25. febrúar. Það hefur nú ekki tekið mikið upp svellið, þótt það hafi verið hláka í nokkra daga. Þetta er nú ekki gott. Og svo á að frysta eftir nokkra daga 
Þessi mynd er líka tekin í dag. Vonandi fer nú þetta að fara.
Molinn kveður.