Við sprautuðum gemlingana og lambhrútana, gegn lambablóðsótt. Við þurftum bara að sprauta þau, og svo sprautum við aftur fyrir sauðburð, og þá allann hópinn.
Við erum búin að vera í sveitinni í dag, og fram á kvöld. Þórður byrjaði að skipta krónum. Það er fínt þegar það verður búið.
Þórður að smíða uppistöðurnar fyrir grindurnar.
Búið að skipta þessari kró. Þetta kemur vel út. Þær eru mikið að spá í þetta. Þegar við vorum búin að gefa heyið, þá ætluðu þær að hlaupa á milli garðana, en þær gátu það ekki greyin. Þær verða nú fljótar að venjast þessu.
Við verðum í sveitinni á morgun. Óli ætlar að koma og klára að klippa snoðið.
Við erum svo að fara suður. Við erum ekki búin að ákveða hvort við förum á morgun, eða snemma á mánudagsmorgunn. Við ákveðum það á morgun.
Molinn kveður.