 |
|
Hjúin búin í aðgerðinni. Gekk mjög vel hjá okkur báðum. Okkur var úthlutað sitthvort rúmið hlið við hlið. Við fórum svo að klæða okkur úr fötunum, og í sloppa. Við vorum með dregið frá tjaldið á milli hjá okkur, og vorum bara að spjalla, þegar hjúkka kom og fékk nærri því áfall, að sjá okkur hálf nakin, og með dregið frá tjaldið á milli okkar. Hún reif í tjaldið og dróg fyrir og sagði er ekki betra að hafa dregið fyrir ? Ég sagði henni að það þyrfti nú ekki, þar sem við værum hjón, og sæjum hvort annað svona á hverjum degi. Þá hló hún bara og sagði haha þetta er snilld og dróg frá aftur. Það að við værum hjón í aðgerð saman, vakti mjög mikla athygli, því það voru að koma inn til okkar hjúkkur sem sögðu já eruð þið HJÓNIN og svo hlógu þær. En eins og ég sagði þá gekk þetta mjög vel. Það þurfti að fræsa úr beini hjá Þórði, þannig að sinarnar hefðu meira pláss. Svo var viðbeinsliðurinn orðinn skemmdur, þannig að hann var tekinn af. Líðan hjá Þórði er mjög fín ENNÞÁ. Hjá mér var viðbeinsliðurinn orðinn skemmdur, og hann var tekinn af. Heilsan er mjög fín líka ennþá hjá mér. Það þurfti að skera hjá Þórði, til að ná liðnum út, þannig að hann er með 4-5 cm. skurð. Hinsvegar hjá mér, þá voru bara gerð 3 göt. Liðurinn hjá mér var minni, þannig að hann komst í gegnum gat. Við ætlum að keyra heim á morgun. En það verður að vísu að koma í ljós hvað við þolum, og hvort við getum keyrt.
Nóg um þetta.
Molinn kveður.