Við komum heim á fimmtudaginn, 7. mars. Það var gott veður og færi alla leið. Við vorum ekki eins lengi heim, og við vorum suður. Við vorum 10 tíma suður, og rúma 5 tíma heim. Við skiptumst á að keyra. Við fórum svo í vinnuna á föstudaginn. Það gekk alveg mjög vel. Við erum svo búin að vera í sveitinni í allan dag. Það er búið að skipta öllum krónum langsum. Svo flokkum við kindurnar á morgun.
Það er munur að hafa þetta svona.
Það verður gaman að flokka á morgun þrílembur, og fl.
Molinn kveður.