Nú koma myndir af tvílembdu gemlingunum.
12-063 Bryðja. Hún er tvílembingur, frá Önnu Guðrúnu og Arnari í Fornhaga
12-065 Þilja. Hún er tvílembingur, frá Önnu Guðrúnu og Arnari í Fornhaga
12-072 Eyja. Hún er tvílembingur, frá Hjarðarfelli, Snæfellsnesi.
12-074 Gletta. Hún er tvílembingur undan gemling, Brellu.
12-075 Fura. Hún er tvílembingur undan gemling, Perlu.
12-077 Hrafna. Tvílembingur undan gemling, Tjöru.
12-079 Filma. Hún er tvílembingur undan Flekku
12-083 Rúpía. Hún er tvílembingur undan Módísi og faðirinn er Þristur sæðishrútur.
12-087 Slenja. Hún er fjórlembingur undan Brák.
12-091 Frigg. Hún er tvílembingur undan Grímu.
12-094 Þota. Hún er tvílembingur undan Mjöll. Þessi fótbrotnaði á afturfæti í vor, og það tókst mjög vel að gera við það.
12-086 Panda. Hún er þrílembd. Hún er tvílembingur undan Gullbrá.
12-080 Gola. Hún var sónuð með þrju, en tvö voru að drepast. Hún er tvílembingur undan Zeldu, og faðirinn er Þristur sæðishrútur.
Þá eru þær komnar allar gimbrarnar, sem eru með fleiri en eitt. Ég á svo eftir að setja inn myndir af þeim sem eru geldar, og einlembdu fullorðnu kindunum.
Ég setti inn myndir frá deginum í gær 
Molinn kveður.