Þá er nú undirbúningur fyrir sauðburðinn hafinn, svona hægt og sígandi. Við erum núna bara að nota helminginn af fjárhúsunum, en ætlum að klára miðkróna, þannig að við getum notað hana og verið með nóg pláss á sauðburði.
Búið að setja niður bitana fyrir gólfið
Og hér er búið að setja á helminginn af gólfinu. Þetta var gert 28. mars.
Við sprautuðum allt féð gegn lambablóðsótt, seinni sprautuna og líka með seleni, föstudaginn langa 29. mars.
Páskafríið var yndislegt. Við fengum litla gullið ásamt mömmunni til okkar yfir páskana. Hann fékk að fara í sveitina og fannst það mjög gaman. Ég sakna hans svo mikið.
Hann er svo mikill bílakarl. Hann hafði tvo bíla með sér í sveitina og hafði langan og góðan veg til að keyra á (garðabandið)
Það var líka mikið að gera hjá honum, við að hjálpa ömmu sinni að sópa garðann.
Ég náði mér svo í tvo aðra gullmola í viðbót, og fór með þá í sveitina. Yndislegir þessir ömmustrákar. Þeir komu norður um páskana og voru hjá ömmu sinni og afa (Fanneyju og Guðmundi) ásamt foreldrum sínum, Sigurjóni og Sollu. Þarna eru þeir að fá sér eitthvað að snæða. Þessi páskahelgi leið alltof fljótt. En hún var góð.
Nú fer ég að fara að undirbúa gistingu, í hjólhýsinu, í vel rúman mánuð 

Úff ég fæ alveg fiðring í magann við það að horfa á fréttir af sauðburði og heyra lamba jarmið.
Molinn kveður.