Smá mjakast. Þarna er búið að setja niður gólfið í miðhúsinu, og verið að taka seglið niður. Það munaði mikið um það að hafa það uppi í vetur. Fjárhúsin stækka heldurbetur við þetta.
Skrýtið að sjá þetta svona. Maður verður smá stund að venjast því að það er ekkert segl lengur.
Búið að setja garðaband alla leið, og garða stokkinn, á öðrum garðanum. Þetta fer að verða tilbúið
Enda styttist óðum í sauðburðinn. 17-21 dagar þangað til.
Bjössi og Júlli eru hjá okkur þessa helgi.
Þessi skógarþröstur er búinn að vera hjá okkur í allan dag. Hann er svo gæfur, trítlar bara við fæturnar á okkur. Hann veit alveg hvar hann kemst út, og þá inn líka. Ég held að hann ætli að búa hjá okkur í vor og gera sér hreiður. Það verður gaman að fylgjast með, ef hann gerir það.
Molinn kveður.