Jæja þá er það dagsverkið. Allt að koma 
Garðabandið og garðastokkurinn búinn öðru megin á syðri garðanum, og báðum megin á nyrðri garðanum. Mið króin búin.
Nyrðri gariðinn
Þetta verður svo æðislegt, og þægilegt að hafa svona mikið pláss á sauðburði.
Skógarþrösturinn var með okkur í dag. Hvað eigum við að skíra hann, já eða hana. Þetta er áreiðanlega kvenkyns ??? Hún verður að heita eitthvað.
Ég eldaði sneiðar í raspi í gær, og sauð siginn fisk og selspik í dag, í hjólhýsinu góða. Við vorum 7 fullorðin sem borðuðum siginn fisk. Frekar þröngt, en þröngt mega sáttir sitja. Góð æfing fyrir sauðburðinn 
Molinn kveður.