Ég tók nokkrar myndir í dag, en þær eru ekki í góðum gæðum, því ég gleymdi myndavélinni og tók því nokkrar á símann.
Hrútarnir komnir í endann á miðkrónni.
Þær sem eru lamblausar og sauðurinn, í næsta hólfi við hrútana.
Þarna í endanum eru hrútarnir og gelda féð. Þetta er í miðkrónni.
Þetta er miðkróin
Búið að setja upp nokkur vatnsker, á stoðirnar.
Vatnskerið á stoðinni
Búið að moka í gegnum skaflinn
á leiðinni upp að fjárhúsum
Nú kemst maður á skoda alla leið 
Við sprautuðum féð, sem við keyptum, gegn lambablóðsótt og líka með seleni.
Molinn kveður.