Aðalfundur Fjárræktarfélagsins Neista var haldinn miðvikudaginn 10. apríl. Það var góð mæting. Ég er búin að setja hér inn, myndir frá honum. Ég var beðin að sjá um Neista síðuna. Ekki er ég nú að standa mig vel í því. En endilega sendið mér það efni sem þið viljið að fari þarna inn birgittaludviks@hotmail.com
Við vorum að bæta við okkur, í kindastofninn. Við keyptum 20 stk. af Ragnhildi Kristjánsdóttur. Það eru 6 stk. 2009, 4 stk. 2010, 6 stk. 2011 og 4 stk 2012. Gemlingarnir eru lamblausir, og ein veturgömul (forystuær). Það eru þá 15 stk. með lambi/lömbum. Það var ekki talið í þeim, þannig að þær koma á óvart með fjöldann
Ég setti inn myndir af þeim sem ég tók í fljótheitum. Ég á eftir að bæta þá myndatöku. Við eigum eftir að skipta um númer í þeim. Við erum búin að setja þær í númerakerfi hjá okkur. Ég merkti myndirnar með númerum sem þær eiga að fá.
Nú fer heldur betur að styttast í sauðburð. Ekki sést það að vísu á veðurfarinu. Maður er orðinn frekar þreyttur á þessum snjó. Ég flyt í sveitina á mánudaginn næsta. Ég á að vísu að fara í aðgerð á fætinum (skera í FJÓRÐA sinn, þetta á ristinni á mér) núna á föstudaginn. Ég vona bara að ég verði ekki slæm á eftir svo ég geti flutt á mánudaginn. 


Ég hendi kannski inn fleiri myndum af framkvæmdum og breytingum, í kvöld.
Molinn kveður.