Jæja þar kom að því
Við settum nánast allar lambærnar út í dag. Simmi gerði slóð fyrir þær, á skaflinum við húsin. Við settum þær í hólf fyrir ofan fjárhúsin. Þeim fannst gott að komast út.
Þær voru úti í nokkra klukkutíma í dag.
Svo ánægðar.
Simmi tróð slóð fyrir þær yfir skaflinn.
Skaflinn norðan við fjárhúsin.
Snjórinn er alveg að verða farinn af túninu.
Skaflinn ofan við húsin.
Nú er búið að taka skilrúmin langsum úr krónni og gera eina stóra kró fyrir lambærnar sem fóru upp í hólf í dag. Það var heldur betur hávaði og læti þegar þær voru settar inn. En þær voru fljótar að lembgast.
Það er líka búið að taka skilrúmið í syðstu krónni. Það er eftir þarna smá horn, sem óbornu þrílemburnar eru í. Þessar lambær fengu líka að fara út í dag, en bara í réttina.
Vonandi er vorið mætt á svæðið 
Nú er gemlingurinn búinn að taka hjólhýsagæjann minn. Hann þarf ekki fósturmóður núna, heldur getur bara verið með mömmu sinni. Svona er nú lífið yndislegt 
Jæja ætli ég þurfi ekki að fara að kíkka á koddann minn. Ég held nefnilega að fjórlemban beri í nótt. Það er ágætt að geta verið búin að leggja sig smá áður en hún ber.
Molinn kveður.