Síðasta kindin borin. Sauðburður búinn. Hann byrjaði 22. apríl og endaði 29. maí. Hann varð svona langur, vegna þess að við keyptum fé í vor. Þegar okkar voru að enda, þá byrjuðu þær sem við keyptum. Það eru 205 lömb á lífi. Það verður eitthvað að gera í réttum í haust. Er strax farin að hlakka til þess. Það er ósköp skrítið að þetta sé allt búið.
Ég er búin að gista í hjólhýsinu 37 nætur, og vakta féð. Ég sef þá að öllum líkindum heima hjá mér í nótt, og byrja að vinna á mánudaginn. Ég er strax farin að sakna þess að vera ekki á vaktinni. Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur og góður tími sem ég hef átt hér í sveitinni síðustu tæpar 6 vikur.
Molinn kveður.