Þá erum við nú byrjuð að heyja. Árni í Dunhaga sló fjárhústúnið fyrir okkur í dag/kvöld. Það er 5,3 ha.
Alveg ágæt spretta. Það verður gaman að vita hvað við fáum margar rúllur af þessu túni.
Þeir eru kátir og hressir Þórður og Simmi. Ég held að þeim langi í slægjuna góðu. Þeir hafa það samt gott þarna.
Molinn kveður.