Simmi er búinn að snúa, heyinu á fjárhústúninu, tvisvar í dag.
Svo garðaði hann allt upp.
Ég tók 28 ára gamla hrífu, sem er í góðu lagi ennþá, og rakaði þar sem rakstrarvélin náði ekki. Það rifjuðust upp gamlir góðir tímar á Molastöðum þegar ég var að raka, því ég var vön að taka í hrífuna þar.
Vonandi verður hægt að rúlla á morgun
Molinn kveður.