Maður þarf ekki að fara kindarúntinn. Þær koma til mín. Þessar birtust núna í dag. Þær voru settar upp í fjall, en það er ekki allstaðar búið að gera við fjallsgirðingarnar, þannig að þær koma bara niður og heim.Þetta eru tveir gemsar, Mylla og Purka, með hrútana sína. Þeir hafa heldurbetur stækkað. Við verðum að setja þær aftur upp í fjall.
Ég er búin að setja inn myndir frá deginum í dag.
Við tókum til í hlöðunni, og færðum hjólhýsið, þannig að það sé hægt að koma inn rúllum. Við ætlum samt ekki að setja þessar 67 rúllur inn, heldur að stafla þeim úti, því það á að gefa þetta hey í vor.
Það er orðið svo rosalega fínt í hlöðunni, hjólhýsið komið á annan stað. Núna er pláss fyrir nokkrar rúllur.
Við heimsóttum nýju ábúendurna á Myrká í morgun. Þetta er glæsilegt hjá þeim Ogga og Áslaugu.
Molinn kveður.