Enn eru kindurnar að koma heim. Í dag komu 4 gemsar með 5 lömb. Þær voru komnar í túnið á næstu jörð. Við fórum og rákum þær í fjallshólfið okkar. Nú þarf að koma þeim aftur upp í fjall. Það eru þá 6 gemsar sem eru komnir heim, með 7 lömb. Það er nú ekki nógu gott, þó mér finnist nú mjög gaman að sjá þær.Hér eru þær, Snjóka með móflekkótta gimbur, Ögn með hvíta gimbur, Rjúpa með mórauða gimbur og Björt með hvítan hrút og mórauða gimbur. Það eru svo myndir af þeim komnar inn í albúm.
Í dag, kvöddum við þessa yndislegu konu, Dísu hans Rabba, í hinsta sinn.
Hálfdánía Árdís Jónasdóttir
Blessuð sé minning þín elsku Dísa.
Molinn kveður.