Við erum með eitt stykki húsbíl í láni. Sigga tengdamamma lánaði okkur bílinn sinn. Við fengum hann á föstudaginn. Við ákváðum svo loksins að fara í ferðalag í dag, og já við fórum. En stutt var það haha. Við byrjuðum á því að keyra í Húnavatnssýslu. Við ætluðum að heimsækja þar fólk, en það var enginn heima. Við ákváðum þá að fara til baka, því það var svo mikið rok, og veðrið var ekkert sérstakt. Þegar við vorum komin í Varmahlíð, þá ákváðum við að keyra í gegnum Fljótin heim. Það er nú meira hvað það er mikill snjór þar ennþá. En túnin eru orðin vel græn. Við keyrðum svo í gegnum Sigló og til Ólafsfjarðar. Í Ólafsfirði beið okkar pitsa og franskar. Rikki bróðir og Addý mágkona reka þar matsölustað, Höllina, og buðu okkur pitsu. Takk fyrir okkur elsku Rikki og Addý. Við vorum svo komin heim um kl. 20. Þetta var samt mjög fín ferð, og gaman að keyra í gegnum Fljótin, uppeldissveitina mína.
Júlli kom á föstudaginn, í sumardvölina. Hann fór með okkur í þessa ferð. Nú er Bjössi mættur líka í sumardvöl, og Siggi Tumi kemur á morgun. Við eigum eftir að fara með þá í smá húsbílaferð.