Við Bjössi, Júlli og Siggi, erum enn að trítla upp í fjall og athuga hvort við sjáum einhverjar kindur sem við eigum. Við fórum í fyrradag og sáum fjórar kindur, en þær vildu ekkert koma til okkar. Í gær fórum við bara í fjallshólfið og sáum eina, og hún vildi ekki koma til okkar. Hinsvegar í dag, þá fórum við upp í fjall, og við sáum 8. Þar á meðal var elskan hún Tabbý með flottu hrútana sína. Þær sem við sáum voru, Tabbý með tvo hrúta, Frigg með gimbur, Freyju með hrút, Þóru með hrút og gimbur, Gímu með tvær gimbrar, Sneglu með annað lambið, hrút, Rán með hrút og Myllu með hrút. Vá hvað það er gaman að geta nálgast þessar kindur okkar
Þetta er Tabbý með hrútana sína. Ég er búin að setja inn myndir af þeim sem við sáum.
Það er stanslaus þjálfun í þessari sumardvöl hjá guttunum. Við trítlum rólega upp í fjall, drekkum nestið okkar. Hugum að kindunum og förum svo í pottinn í Lyngbrekku. Það er góður rúntur hjá okkur.
Júlli, Bjössi og Siggi fá sér nestið sitt.
Nú er rabbabaratíminn. Ég er búin að slíta upp mikinn rabbabara og ætla að skera hann og frysta. Nú ætlar kellan að gera mikið af sultu, því hún ætlar líka að byrja á því að baka og eiga nær alltaf bakkelsi. Vonandi verður þetta að veruleika.
Molinn kveður.