Ég byrjaði daginn snemma, og sletti í nokkur form. Eins og ég sagði í gær, þá ætla ég að REYNA að vera dugleg að baka. Það er svo langt síðan að ég hef bakað (annað en tertur) að ég var búin að gleyma hvernig svona bakkelsi bragðast. En það var gott, það sem ég gerði.
Við fórum í Myrká í dag, og þar var þessi flotta tík, í heimsókn. Strákarnir voru frekar hrifnir af henni, og léku lengi við hana. Það var mikið stuð á þeim. Ég setti inn myndir fyrir mömmurnar