Við fórum, í fyrradag, með strákana í Baugasel. Það var hin árlega ferð okkar. Við höfum alltaf farið með þá þangað, þegar þeir eru í sumardvöl hjá okkur. Veðrið hefði mátt vera aðeins betra. Það var bara rigning þarna framfrá. En þeir höfðu mjög gaman af þessari ferð í "draugahúsið" með grasþakinu.Júlli, Bjössi og Siggi. Það er einhver rigningarsvipur á Júlla.
Enn eru kindur að koma niður úr fjallinu. Við rákum tvo gemsa og tvö lömb, sem við eigum, upp í fjall, í gær. Þær koma niður þar sem ekki er búið að gera við girðingar, og svo koma þær til okkar. Við erum búin að reka þessar allavegana einusinni áður uppeftir. Ég held að það sé búið að gera við girðingarnar núna, þannig að þær ættu að tolla upp í fjalli.
Þetta eru Rjúpa með mórauða gimbur og Snjóka með móflekkótta gimbur.
Þegar við vorum búin að reka þær uppeftir, þá sáum við nokkra kindur sem við eigum. Við sáum meðalannars Sneglu, sem var bara með annað lambið síðast þegar ég sá hana. Nú var hún hinsvegar komin með þau bæði. Mikið var ég ánægð að sjá gimbrina hennar.
Gimbrin hennar Sneglu. Sem betur fer ekki dauð.
Fjallsstykkið og litli parturinn norðan við skjólbeltið, voru slegin í fyrradag. Það var svo snúið tvisvar í gær, og svo var líka bundið í gær. Rétt náðist áður en fór að mígrigna. Það féllu nokkrir dropar, þegar restin var rúlluð. Við fengum 31 rúllu af fjallsstykkinu og 8 rúllur af litla frímerkinu norðan við skjólbeltið. Við erum þá búin að heyja 107 rúllur. Fyrri slætti lokið hjá okkur.
Við fengum 31 rúllu af fjallsstykkinu sem er ca. 2 ha.
Og við fengum 8 rúllur af þessu frímerki neðan við refaskálann, norðan við skjólbeltið. Það er ca. 0,4 ha.
Það dugar ekkert minna en þessi floti af vélum, á þetta litla frímerki.
Bjössi fór heim í gær, en kemur aftur á föstudaginn. Núna eru tveir guttar hjá okkur
Molinn kveður.