
Við erum að gera upp gamla og hálf ónýta vigt, sem við áttum. Ég vona að það takist. Ég tók þessar myndir þegar við vorum byrjuð að rífa hana í sundur.
Við erum búin að rífa hana í sundur og menja járnið.
Bera á timbrið, bara eftir að saga það niður.
Erum að mála járnið. Vigtin á að vera græn.
Og þetta járn líka. Við eigum eftir að mála aðra umferð, og svo er að saga timbrið og setja hana saman. Vona að það gangi vel.
Við fórum í Bægisá, að kíkja á kálfana. Hér eru þeir Siggarnir að heilsa hvor öðrum. Siggi kálfur er númer 502 og Bjössi númer 501. Siggi Tumi var ánægður með nafna sinn.
Bjössi
Siggi.
Molinn kveður.