
Ég fór upp í fjall í gær og kíkkaði á kindurnar okkar. Ég hitti þessi þar. Þetta er hún Tabbý með hrútana sína. Þeir eru orðnir svo gæfir. Ég klappaði þeim í 30-45 mín. Þau voru frekar ánægð með mig þangað til ég fór frá þeim. Ég var nú í vandræðum stundum, því þau rifust um mig, að láta klappa sér. Það sér á mér eftir hrútana. Þeir nörtuðu, já eða bitu í handleggina á mér þannig að blæddi úr. Þeir hafa líklegast haldið að ég væri brauð.
Ég hitti þrjár kindur sem ég er ekki búin að sjá í sumar. Þær eru Filma gemlingur með tvo hrúta, mamma hennar, Flekka með einn hrút og Golta með tvo hrúta. Bryðju var ég búin að sjá í fjarska, en hún kom aðeins nær núna, en ekki í brauðið. Ég er búin að sjá 79 af 205 lömbum í sumar.
Mylla er komin inn í fjallshólfið okkar. Ég veit ekki hvernig hún hefur komist þangað. Það þarf að fara að trítla með girðingunni. Einhversstaðar er hún farin að gefa sig.
Molinn kveður.