
Þetta er Gutti litli, hvolpurinn sem við vorum að eignast. Mamma hans (Táta), er Border Collie blendingur og pabbi hans (Golíat), er hreinræktaður Border Collie. Vonandi verður hann góður fjárhundur. Við ætluðum okkur ekki að fá hund fyrr en við værum flutt í Möðruvelli, en þessi var auglýstur og við stukkum á agnið.
Hér er fjárvigtin sem við erum að gera upp.
Hér er hún svo nánast búin. Bara eftir að bera á lóðin og lóðastöngina.
Seinni sláttur hafinn. Allt slegið 15. og 16. ágúst. Nú er bara að krossa fingur, og ná þessu öllu saman á morgun, og vera á undan rigningunni. Hér er Simmi að snúa á fjárhústúninu.
Molinn kveður.