
Vá hvað það rétt slapp að rúlla áður en það fór að rigna. Það voru 49 rúllur af fjárhústúninu, 20 rúllur af fjallstúninu og 9 rúllur af frímerkinu norðan við skjólbeltið. Við erum þá komin með 185 rúllur fyrir veturinn. Mjög sátt með það. Þá eru töðugjöld hjá okkur. Þegar síðasta rúllan rúllaði út úr bindivélinni, þá byrjaði að rigna. Það borgaði sig að krossa fingur í gær.
Gutti var með okkur í sveitinni í allan dag, og stóð sig mjög vel. Hann var að vísu nokkuð oft, mjög þreyttur og lág eins og skotinn.
Molinn kveður.