
Hér eru þeir Einar, Níels og Siggi að fá sér að borða, í berjamónum. Við tíndum nokkur ber í dalla. Gutti fór með okkur. Hann var þreyttur eftir þessa ferð, og það voru að vísu fleiri sem urðu þreyttir, og fóru snemma að sofa í kvöld.
Þessi húsbíll er búinn að þjóna okkur í nokkuð mörg ár, en er nú búinn að gefa upp öndina. Við erum búin að selja hann. Hafey systir og Kristján, hennar maður keyptu hann. Kristján ætlar að gera hann upp. Það verður gott að sjá hann þjóna þeim næstu árin. Ég veit að Kristján fer létt með að gera við hann.
Molinn kveður.