Féð, sem kom úr göngunum 30. ágúst og var sett í Hallgilsstaða hólfið, var rekið inn í Spónsgerði í dag. Við áttum þar tvo gelda gemlinga og 11 kindur með 18 lömbum. Þar á meðal var Fönn, (þessi sem við héldum að væri ónýt, vegna þess að hún gekk svo oft) Fönn hefur borið ca. 1. ágúst og er með tvær flottar gimbrar. Gaman að fá svona sumrunga. Við erum þá komin með fjóra sumrunga.Þetta er Fönn, með tvær flottar gimbrar. Gaman að láta koma sér svona á óvart.
Þórhallur og Birta fluttu að heiman í dag. Þau leigja litla íbúð upp á brekku. Við fóru og skoðuðum hjá þeim áðan, og okkur leist mjög vel á íbúðina hjá þeim. Innilega til hamingju elsku krúttin mín. Ég veit að ykkur mun líða vel í þessari kósí íbúð
Við erum svo að flytja í Möðruvelli um miðjan mánuðinn.
Molinn kveður.