Stigunin kom ekki vel út hjá okkur. Lömbin eru farin að leggja af. Við létum stiga 37 gimbrar og 6 hrúta. Það voru ekki nema 8 gimbrar með 30 og yfir í ómvöðva. 28 með 17 og yfir í læri. Fitan var mjög lág. Það var eins með hrútana. Þeir eru líka farnir að leggja af. 2 fengu 30 og yfir í ómv. Allir fengu þeir 17 og yfir í læri. Fitan var lág hjá þeim. Við eigum að senda í slátur á morgun. Við rákum inn í dag, og lömbin fara ekki út aftur. Við ætlum að taka líflömbin á hús í dag.
Simmi er búinn að pússa og mála, bæði þynginguna og rúllugreipina á vélina, sem keypt voru í haust. Þetta er orðið eins og nýtt. Það vantar fyrir myndir, en eftir myndir eru til.
Hér er þyngingin, alveg eins og ný, nema splittið
Og rúllugreipin líka eins og ný.
Þennan hrút keyptum við af Þór og Sigríði, í Skriðu. Hann á að sjá um hyrnda flekkótta stofninn okkar.
Við erum komin með 7 hænur. Við fengum þær í innflutningsgjöf frá Vigni og Garðari í Litlu-Brekku. Þeim líður mjög vel í kofanum sínum, út á lóðinni okkar.
Þetta er hænsnakofinn
Garðar Steinsson er heldur betur sprækur maður. Hann kom hjólandi, í heimsókn, í Möðruvelli kl. 9 á sunnudagsmorgunn. Þetta eru eitthvað um 10 km. Hann er sko rúmlega 71 árs og þvílíkt sprækur. Svona eiga menn að vera
Elsku Gutti okkar var ekki lengi hjá okkur. Hann álpaðist undir bíl, 4. október, og dó samstundis. Þetta er síðasta myndin sem ég á af honum tekin 2. október.
Þetta er Týri, tveggja mánaða, hreinræktaður border collie. Við náðum í hann á sunnudaginn, í Miðfjarðarnes sem er rétt við Þórshöfn. Hann er mjög rólegur og góður. Vonandi gengur vel að gera þennan að góðum fjárhundi.
Molinn kveður