Við tókum líflömbin á hús, 9. okt. Við létum rýja 33 gimbrar og 1 hrút í gær. Líflömbin. Nú þarf maður að fara að velja nöfn, og mynda þau fyrir nafnspjaldið.
Þessi gullmoli kom í heimsókn um helgina, ásamt móður sinni. Það var yndislegt að fá þau í heimsókn á nýja staðinn okkar. Hann fór oft í fjárhúsin með okkur. Það er svo æðislegt, að geta bara farið hvenær sem er, upp í fjárhús, og ekki skemmdi það að fá að labba með þessu gulli uppeftir.
Það gengur vel með Týra litla. Hann er hlýðinn og góður.
Molinn kveður.