Það er búið að klippa restina af kindunum. Gestur kom og klippti 11. nóvember.
Nú þurfum við ekki að setja þær út, á meðan við gefum hey í garðann. Það munar um það í tíma á morgnana.
Búið að rýja allt féð. 168 hausa.
Týri hefur það gott í sveitinni. Vex og dafnar vel. Hann er mjög hlýðinn með það að fara ekki inn fyrir þröskuldinn.
Ha,ha þessir eru flottir. Níels og Styrkár voru á músaveiðum í hlöðunni og náðu einni mús í fötu. Þeir voru frekar montnir með það, og ætluðu að eiga hana og ala. Níels fór með hendina niður til hennar, og hún notaði tækifærið og stökk á hendina á honum, og uppúr fötunni. Þeir semsagt misstu músina og voru frekar svekktir með það. Nú bíða þeir eftir annari.

Hér er músin sem átti að verða að gæludýri.
Flottir. Júlli, Styrkár og Níels. Mjög góðir vinir. Þeir sváfu allir til að verða 9 á sunnudagsmorgunn. Maður fékk bara að sofa út þessa helgi.
Það er svo fallegt í sveitinni. Gaman að vakna á svona dögum.
Það er ótrúlegt að það eru komnir rúmir tveir mánuðir síðan við fluttum í sveitina. Tíminn flýgur áfram. Við höfum aldrei á þessum tíma farið í bæinn, nema í vinnu að sjálfssögðu, fyrr en í gær. ÞAÐ ER SVO GOTT AÐ BÚA HÉR
Við sprautuðum gemlingana og hrútana við lungnapest og gáfum þeim ormalyf, 17. nóv. Við eigum svo eftir að gera það sama við restina af fénu.
Hrútarnir brutu sér leið út úr þessu spili, á föstudaginn, 15. nóv. Obb bobb bobb. Það var allavegana ein ef ekki fleiri að ganga þá. Það semsagt koma lömb um mánaðarmótin mars-apríl, ef hún/þær halda
Það eru ekki allir eins hrifnir af því og ÉG. Það var einmitt verið að ræða það (áður en þetta gerðist) að fara að setja mig í fjárhúsbann fram að mánaðarmótum, svo ég færi ekki að hleypa til. Ég er alveg saklaus af þessari útrás hrútanna. Nú er búið að rammgirða þá af svo þeir sleppi ekki aftur. Hahaha mér finnst þetta bara gaman
Ég er búin að setja inn nokkur myndbönd. Að vísu svolítið síðan.
Molinn kveður.