Við sprautuðum restina af fénu við lungnapest og gáfum þeim ormalyf, 24. nóv. Við eigum svo eftir að sprauta allt féð aftur við lungnapest.
Þórður átti afmæli 23. nóvember
Það komu margir í heimsókn. Þessir tveir, Þórður og Rabbi, eru svo góðir vinir. Ég tók mynd af þessum frábæru vinum.
Við fengum þennan yndislega gullmola, Ísabellu, í heimsókn um helgina. Hún er 6 ára og kom ein með flugi í dag, til ömmu og afa, og fer heim á sunnudaginn. Hún á heima í Mosfellsbæ. Það væri nú æðislegt ef hún ætti heima aðeins nær okkur. Þarna er hún mætt til hennar Tanju sinnar. Gleðifundur hjá þeim báðum.
Það er fjör á Möðruvöllum núna. Þau eru fjögur saman hér. Styrkár gistir eina nótt, Júlli, Ísabella og Einar gista tvær nætur. Þau Styrkár, Ísabella og Einar eru 6 ára.
Ég fór með krakkana í fjárhúsin eftir kvöldmat. Við gleymdum okkur með tímann. Þau léku sér í nærri tvo tíma þar. Við fórum svo heim, þau fengu sér kvöldhressingu og léku sér smá og svo fóru allir að sofa. Þvílíkt hvað þau eru búin að vera góð.
Öll á leiðinni í fjárhúsin
Þau voru frekar ánægð að kíkja í grænu tunnuna. Þar var þessi litla sæta mús að gæða sér á brauði. Þau ætla að hafa hana sem gæludýr.
Frekar ánægð með veiðina. Þau eru að vona að það komi önnur í nótt.
Molinn kveður.