Við erum búin að fá okkur annan hvolp. Við fengum hann í gær. Hann heitir Snati. Það eru akkúrat tveir mánuðir á milli þeirra. Það voru mikil læti í þeim þegar þeir sáu hvorn annan. Þeir eru orðnir rólegir núna. Ærslast annað slagið eins og hvolpar eiga að gera.
Þórður og Ísabella leggja af stað í Myrká.
Krakkarnir fengu sér piparkökur og kókómjólk, í fjárhúsunum á Myrká.
Fjárhúsin á Myrká eru orðin svo flott.
Þá er búið að sæða nokkrar ær. Við fengum sæði í dag, úr þrem hrútum. Snævari, Dal og Garra. Nú er spurning hvort þær haldi. Þórður sæddi þær. Nú er pressa á honum með sæðingar, því hann sæddi í fyrra með 100 % árangri. (Hann sæddi eina kind
)
Ísabella fór suður í gær. Ekkert hik á henni að fara ein í flugvélina. Hún er svo dugleg þessi elska. Það var svo gaman að fá hana í heimsókn.
Molinn kveður.