
Þessi kom í heimsókn í morgun. Ég held að hann hafi verið að óska okkur gleði á næsta ári.
Þessir gullmolar komu, ásamt foreldrum sínum, í gær. Dagur Árni og Jökull Logi. Þau ætla að vera hjá okkur yfir áramótin. Þeir fóru að sjálfsögðu með ömmu sinni í fjárhúsin. Það verður gaman að fá að hafa þau hér hjá okkur. Við eigum eftir að fara nokkrar ferðirnar saman í fjárhúsin.
Kæru síðuvinir, vonandi eigið þið gleðileg áramót.
Molinn kveður.