Það er heldur betur búið að gera mikið núna um helgina. Það er búið að gera ca. 10 fermetra geymsluloft í bílskúrnum.Hér eru þeir bræður, Simmi, Oggi og Þórður byrjaðir á loftinu, og eru eitthvað að hugsa málið.
Hér er loftið tilbúið. Þeir bræður voru ekki lengi að smíða þetta. Ég er svo búin að mála gólfið á þessu lofti. Á morgun verður farið í það að setja dót þarna upp.
Oggi kom með Kút með sér. Þeir eru búnir að leika sér saman í allan dag, og eru alveg búnir á því núna.
Ég mokaði út hjá hænunum og setti nýtt sag. Nú er hreint og fínt hjá þeim. Þær verpa vel 3-6 egg á dag.
Molinn kveður.