Þá er ég nú enn á ný að leggjast undir hnífinn. Ég er að fara í aðgerð í fyrramálið. Líklegast þarf ég að liggja inni eina nótt. Það á að taka í burtu bein við þumalinn minn, á vinstri hendi. Hér sjáið þið beinið sem á að taka í burtu. Ég þarf að vera í gifsi í 5-6 vikur, og verð 3 mánuði að jafna mig á eftir. Úff ég verð að taka æðruleisið á þetta. En allt er gert til að losna við verki
Annars er allt gott að frétta úr sveitinni. Tilhlökkun fyrir fósturtalningu er í hámarki hjá mér. Hlakka mikið til.
Já og svo fæ ég gullið mitt í heimsókn í næstu viku. Hann ætlar að stjana við ömmu gömlu, í nokkra daga.
Molinn kveður.