Ég get sagt ykkur það að ég er enn á lífi. Nú eru liðnar tvær vikur síðan ég fór í aðgerðina. Heilsan er góð, en þetta er búið að vera mjög sársaukafullt. Ég er búin að hanga heima, í orðsins fyllstu merkingu, þennan tíma. Hér er ég búin að hanga, hahaha
Svona er ég búin að vera í tvær vikur
Svona lítur þetta út undir umbúðunum. Saumurinn var tekinn úr í dag, og ég sett aftur í gifs. Læknirinn var mjög sáttur með þetta. Ég fór að vinna í dag og má vinna áfram.
Núna er gifsið orðið fjólublátt. Svona verð ég í fjórar vikur.
Molinn kveður.