Það snjóað eitthvað smá í gær og fyrradag. Það var nánast allt autt fyrir þessa úrkomu.
Simmi kom á dráttarvélinni og mokaði allann snjóinn í burtu
Þetta er nú smá slatti af snjó sem kom á tveim dögum
Simmi búinn að hreinsa þetta vel
Hér er elsku Snati. Hann hefur það nú gott hjá nýju fjölskyldunni á Siglufirði
Rex litli snjóbolti. Týri er búinn að hnoðast með honum í snjónum
Rosalega finnst mér þessi mynd flott. Týri er slltaf svo tignarlegur og flottur.
Flottir strákar þeir Júlli, Bjössi og Einar. Við gerðum snjóhús/göng. Hressir og kátir léku þeir sér í snjónum í dag. Ég er orðin það góð í hendinni að ég gat mokað og gert þetta snjóhús. Ég held að Einar, (sá sem er búinn að styðja mig meðan ég var í gipsinu) sé að yfirgefa mig fljótt og örugglega. Ég fer að verða algjörlega verkjalaus og það hefur ekki gerst í ALL LANGAN TÍMA.
Molinn kveður.