Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 3888
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 7163
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1858080
Samtals gestir: 82643
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 17:53:15

03.04.2014 10:45

Sauðburðarvaktin byrjuð

Það er komið svo mikið vor. Núna er ég byrjuð að vakta þessar 6 sem eiga tal 7. apríl. Ég svaf í hjólhýsinu í nótt og vaknaði á tveggja tíma fresti og rölti fram í garða til að gá að þeim. Hundarnir sváfu með mér í hýsinu. Þeim fannst það mjög skrítið fyrst, en svo vöndust þeir því. Ég ætla að vakta þær þangað til þær eru allar bornar. Svo kemur pása til 24. apríl.

Við sprautuðum allt féð gegn lambablóðsótt, 1. apríl.

Við sendum 5 stk. á sláturhúsið á Blönduósi, 1. apríl.  Það voru Gullbrá, Golta, Ás, Amadeus og Stormur. Þeim var slátrað 2. apríl. 


Hér eru þeir bræður Þórður, Oggi, Simmi, Ingi og Guðmundur. Það er nú ekki oft sem þeir hittast allir saman, og það var tilvalið að smella af þeim mynd.


Hér eru þeir ásamt mömmunni, Siggu Þórðar.


Við erum komin með nýjan vinnumann, Aron Valgeir Guðjónsson. Hann ætlar að hjálpa okkur í sveitinni, eina helgi í mánuði. Hann er að verða 5 ára. Hann er bróðir Guðjóns Birgis sem byrjaði hjá okkur í mars. Birgir verður 14 ára í ágúst.


Aron að leika sér


Það er alltaf mikil flugumferð í loftunum hérna. Hér getið þið séð hvað ég á góða linsu á myndavélina mína. Algjört njósnatæki.


Hér er önnur


Yndislegi staðurinn okkar


Svo kemur hér ein í lokin, af honum Rex litla. Hann stækkar og stækkar . 



Molinn kveður.







clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

20 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

23 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

21 daga

Tenglar

Eldra efni