Nú eru 4 ær bornar og 10 lömb fædd. Tvær tvílembdar og tvær þrílembdar.
Ponsa bar 4. apríl, hv. hrút og sv. fl. gimbur. Hér eru þau í afslöppun.
Perla bar 5. apríl, hv. hrút og hv. gimbur. Ekki góð mynd, en ég á eftir að bæta úr því.
Pera bar 6. apríl, hv. hrút og tveim hv. gimbrum. Öll jöfn að stærð
Sæla bar 6. apríl, sv.fl. hrút, hv. hrút og hv. gimbur. Sv. fl. hrúturinn kom afturábak. Þau eru öll jöfn að stærð.
Nú eiga tvær ær eftir að bera í þessum fyrri sauðburði. Önnur með þrjú og hin með tvö. Þær bera áreiðanlega í dag.
Bara smá féttir. Skrifa kannski meira í kvöld.
Molinn kveður.