Jæja þá er ég komin í mjög langt frí
Ég verið í fríi alveg til 5. ágúst. Fyrst skulum við segja fæðingarorlof (sauðburðarvakt) apríl/maí svo er það sumar/helgardvöl með börnin júní/júlí. Í júlí ætla ég svo að eignast sjöunda ömmubarnið. Einar Breki ætlar að verða stóri bróðir
Tilhlökkunin er mjög mikil.
Ég læt hér fylgja mynd af okkur Blossa
Tveir ömustubbar koma til okkar á morgun. Það eru þeir Dagur Árni og Jökull Logi. Þeir ætla að vera hjá okkur yfir páskana.
Molinn kveður.