Þá eru fyrstu lömbin, úr sæðingunum, fædd. Skrúfa gemlingur bar áðan og átti tvo hvíta hrúta undan Dal. Nú verður spennandi að sjá hvort þessar 10 ær hafi haldið sæðingunni. Þær ættu að bera næstu daga. Ég er byrjuð að vakta féð. Ég er búin að sofa í hjólhýsinu síðan 18. apríl, og sú fyrsta bar í dag. En nú fer þetta hægt og sígandi af stað.
Ömmustrákarnir þeir Dagur og Jökull eru hjá okkur og eru búnir að vera síðan 17. apríl. Þeir eru ekkert hræddir við kindurnar eða hundanna. Standa sig mjög vel og finnst gaman í sveitinni.
Árdís Marín var hjá okkur um helgina og átti góðar stundir í fjárhúsunum.
Ég setti inn helling af myndum og eitthvað af myndböndum. Á að vísu eftir að skrifa við myndirnar. Bæti úr því seinna.
Molinn kveður.