Þórður tók skemmtilega mynd (á nýja símann sinn) í gærmorgun. Skemmtiferðaskipið í þokunni
Hér eru þeir Einar Breki og Huginn. Það gengur vel með Huginn. Einar Breki er farinn suður. Mikill söknuður hjá mér. Hlakka til þegar þetta gull kemur aftur til ömmu og afa.
Þetta er ugla sem er búin að vera á sveimi hér í tvo daga. Ég er svo búin að reyna að ná góðri mynd af henni, en ekki tekist enn.
Gaman að sjá hvað lömbunum fer fram. Hér eru lömb undan Fönn. Kóngurinn og drottningin eru orðin svo rosalega stór. Enda fædd 4. apríl.
Týri í grasinu. Það er komið svo mikið gras á túnið að við hefjum heyskap innan nokkurra daga.
Hænuungarnir stækka hratt. Mér sýnist að það verði 6 hanar og 2 hænur úr þessari útungun. Það eru 24 hænuegg í útungunarvélinni núna, sem eiga að klekjast út eftir nokkra daga.
Nokkrar myndir rötuðu í albúm
Molinn kveður